Rækjuveiði úti fyrir Norðurlandi hefur gengið þokkalega að undanförnu. Í gærmorgun var landað 31 tonni úr Múlabergi SI og 14 tonnum úr Siglunesi SI á Siglufirði en rækjan fór til vinnslu í rækjuverksmiðju Rammans þar.

Í dag var svo von á Bylgju VE 75 og Sigurborgu SH 12 inn til löndunar. Þetta kemur fram á vefsíðu Ramma hf.