Íslendingar flytja út tvöfalt meira af fullunnum ferskum þorskafurðum og þrefalt meira af ferskum ýsuafurðum en Norðmenn. Stóraukinn útflutningur á heilum fiski frá Noregi til markaðslandanna upp á síðkastið gæti hins vegar sett strik í reikninginn.
Þetta segir Svavar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Sæmarks ehf.
,,Fleiri og fleiri stórir innkaupaaðilar í Bretlandi og á fleiri mörkuðum kaupa mikið magn af heilum fiski frá Noregi í því skyni að flaka sjálfir og selja sömu kaupendum og við seljum fullunnar afurðir okkar til. Þannig hefur verðlagning okkar á þessum markaði opnað mönnum tækifæri á að framleiða sjálfir hluta þess fisks sem þeir þurfa á að halda og hirða virðisaukann af því,” segir Svavar Þór og bætti því við að þessu fylgdi ákveðin ógn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.