3X á Ísafirði og Skaginn á Akranesi hafa í samvinnu við Matís og fyrir¬tækin Fisk Seafood og Ice Protein á Sauðárkróki þróað vinnslubúnað til að kæla fisk um borð í veiðiskipum án þess að ís eða krapi komi þar nærri.
Samið hefur verið við Fisk Seafood um að þessi búnaður verði settur um borð í Málmey SK-1 í desember, en nú er verið að breyta skipinu úr frystiskipi í ísfisktogara í Póllandi.
Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu í dag.