Niðurstöður nýrrar vísindalegrar rannsóknar stangast á það sem vísindin og stjórnmálamenn hafa verið sammála um að eldislax í sjókvíum ógni villtum laxi.

Frá þessu segir í veftímaritinu salmonbusiness.com. Vísindagreinin er í ritrýnda ritinu Aquaculture, Fish and Fisheries. Í henni segir að gögn um skaða sem eldislaxar valdi séu oftúlkuð gallaðri aðferðafræði beitt.

Segir í salmonbusiness.com að greini komi á viðkvæmu augnabliki aðeins einu ári eftir að stjórnvöld í Ottawa einsettu sér að öllu sjókvíaeldi í Bresku-Kólumbíu yrði lokað fyrir mitt ár 2029. Þessi útfösun sjókvíaeldis er sögð vera varúðarráðstöfun til að vernda villta laxastofna gegn sjúkdómum, sníkjudýrum og umhverfisáhrifum frá fiskeldisstöðvum.

Gagnrýna túlkun gagna

Höfundar nýju skýrslunnar, sem sagðir eru vera sex sérfræðingar í heilsufari fiska frá ýmsum stofnunum og skólum, gagnrýna þessa ályktun um hættuna sem eldislax hefur verið sagður búa náttúrlega laxinum.

„Smitsjúkdómar eru eðlilegur hluti allra dýrastofna,“ er haft eftir einum höfundanna, Gary D. Marty, sem er frá UC Davis School of Veterinary Medicin.

„Miðlun sýkla milli stofna sem eiga í samskiptum, þar með með talið milli eldislaxa á villtra laxa, er einnig eðlileg. Margar rannsóknir síðustu tvo áratugi hafa lyft þessari náttúrlegu áhættu upp í að ógna tilvist villta laxins. Við gagnrýnum þessa túlkun,“ segir Marty.

Í greininni, sem ber heitið Pathogens from Salmon Aquaculture in Relation to Conservation of Wild Pacific Salmon in Canada: An Alternative Perspective, eru gögn frá yfir tuttugu síðustu árum yfirfarin. Segir að um sé að ræða gögn sem í mörgum tilvikum hafi verið vitnað til þegar ákveðnar voru strangari takmarkanir í fiskeldi. Sérstaklega er kastljósinu beint að hvernig gögn um hættuna af ýmsum sýklum hafi verið túlkuð

Sönnunargögn vanti

„Við fundum engin afgerandi sönnunargögn um að sýklar frá eldislöxum skapi langtímaáættu fyrir náttúrlega stofna,“ segja höfundar skýrslunnar. Þeir segja að í mörgum fyrri rannsóknum sem notaðar hafi verið til að loka fi skeldisstöðvum hafi þess ekki verið gætt að kanna tilvist sýkla sem þegar voru til staðar hjá villtu laxastofnunum og skort hafi á vísindalega nálgun að ýmsu öðru leyti.

Ein megin gagnrýni skýrsluhöfundanna lýtur að því að menn hafi ávalt beint sökinni að eldislaxinum með því að álykta að sýklar sem fundist hafi í bæði eldislaxi og villtum laxi hljóti að vera upprunninn í þeim fyrrnefnda.

„Megin spurningin er ekki hvort sýklar finnist í eldisstöðvum heldur hvort þessir sýklar valdi miklum áhrifum á villta stofna. Í Bresku-Kólumbíu segja sönnunargögnin að svo sé ekki,“ segja höfundar nýju skýrslunnar.