Innan Hafliðafélagsins er starfandi „Kótilettufélag togarajaxla“. Félagið gengst fyrir herrakvöldi í Turninum í Kópavogi, fimmtudaginn 5. desember. Atburðurinn er auglýstur á skemmtilegan hátt.

Í auglýsingunni segir að boðið verði upp á lúbarðar eðalkótilettur í raspi, algjörlega ófiturhreinsaðar og tilbúnar til neyslu.

Nokkrir félagar í Kótilettufélagi togarajaxla á Hafliða SI.  Myndin er tekin í Sjóminjasafninu í Reykajvík.
Nokkrir félagar í Kótilettufélagi togarajaxla á Hafliða SI. Myndin er tekin í Sjóminjasafninu í Reykajvík.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Borðhaldið hefst stundvíslega klukkan 18.00 á glasi og „ekkert helvítis kjaftæði!“ segir í auglýsingunni. Í glasinu verður þó ekkert sterkara en appelsín og malt og því er mönnum bent á að óhætt sé að koma á bílum og hjólum. Tekið er líka fram að sjúkrabíll og hjartahnoð séu á staðnum.

Í Hafliðafélaginu er gamlir sjóarar sem voru á síðutogaranum Hafliða SI frá Siglufirði. Félagið heldur úti síðunni www.si2.is