Norskum skipum sem hafa leyfi til línuveiða í íslenskri fiskveiðilandhelg er samkvæmt nýútgefinni reglugerð heimilt að veiða samtals 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu miðað við afla upp úr sjó.
Auk þess er þeim heimilt að veiða alls 125 tonn af öðrum tegundum, þó ekki meira en 50 tonn af grálúðu og 50 tonn af karfa miðað við afla upp úr sjó. Allar beinar veiðar á lúðu (hvítlúðu) í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar. Við línuveiðar skal sleppa allri lúðu (hvítlúðu) með því að skera á taum línunnar.
Norsku línuskipunum er einungis heimilt að stunda veiðar sunnan 64°00´N og utan 12 sjómílna frá grunnlínu.
Reglur þessar eru óbreyttar frá fyrra ári.