Sea Shepherd samtökin virðast ekki skorta fé og eru hreint ekki af baki dottin. Fyrir nokkrum dögum var sjósett nýtt hraðskreitt skip sem smíðað er fyrir þau í skipasmíðastöð í Tyrklandi. Skipið hefur fengið nafnið Ocean Warrior og er 60 metra langt. Frá þessu er skýrt á færeyska vefnum portal.fo.

Stefni nýja skipsins
Stefni nýja skipsins
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Gert er ráð fyrir að skipinu verði siglt til Amsterdam eftir tvo mánuði en svo er ætlunin að það haldi til Suðurhafa í haust til þess að trufla hvalveiðar þar.

Samtökin hafa upplýst að þau muni ekki senda skip til Færeyja í ár til þess að trufla grindhvalaveiðar, en muni þess í stað beita sér gegn færeyskum hagsmunum með herferðum af öðru tagi.