Talið er að um þriðjungi norska aflans sé hent á sama tíma og aflaheimildir fara almennt minnkandi og því aðkallandi fyrir norskan sjávarútveg að leita leiða til að fullnýta aflann.
Í síðasta tímariti norskra fiskvinnslustöðva, Norsk Sjømat, má finna grein eftir Sigurjón Arason yfirverkfræðing hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands, um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í verðmætasköpun og bættri nýtingu fiskins.
Þar kemur fram að íslenskar vörur á borð við lýsi, þurrkaðar þorsktungur og ýmsar vöru úr þorskalifur hafi vakið athygli. Enda voru vörur úr niðursoðnum þorsklifrum og hrognum fluttar út fyrir rúmlega 72 milljón evra, 11,5 milljarðar króna, eða samtals um 18.000 tonn árið 2011 og vörur unnar úr þorskhausum fluttar út fyrir 50 milljónir evra sama ár sem samsvarar 8,3 milljörðum króna.
Sjá nánar á heimasíðu Matís .