Stjörnu-Oddi vinnur að þróun tækis sem kallast fiskvali og er ætlað að velja þann fiskinn sem fer inn í pokann við veiðar með trolli. Valinn tegundagreinir og lengdarmælir fisk og sleppir óæskilegum fiski út um loka sem er á milli belgsins og pokans á trollinu.
Tækið var prófað um borð í Dröfn RE á dögunum að viðstöddum Haraldi Arnari Einarssyni veiðarfærasérfræðingi Hafrannsóknastofnunar.
,,Að mínu mati má vænta góðs af fiskvalanum í framtíðinni og er ástæða til að þróa hann áfram,” segir Haraldur í samtali við Fiskifréttir. ,,Stjörnu-Odda menn eru með þessari tækniþróun að prófa nýja og skemmtilega hluti sem mögulega getur leitt okkur inn á betri brautir við fiskveiðistjórnun og ef til vill betri umgengi við náttúruna.”
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.