Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa LÍÚ.

Karen er bókmenntafræðingur og hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2005. Hún hefur lengst af unnið á Fréttablaðinu, en hóf störf 2010 á fréttastofu Stöðvar 2 og gegndi síðast starfi varafréttastjóra á Stöð 2.