ff
Norska útgerðin Torbas AS hefur gert samning um smíði nýs fullkomins uppsjávarskips sem fær nafnið Torbas. Eldri bátur með sama nafni var seldur til Síldarvinnslunnar í vetur og heitir nú Börkur NK.
Skrokkur nýja skipsins verður smíðaður í Póllandi en lokafrágangur verður unninn í Noregi.
Nýi Torbas verður 69,9 metra langur og 15 metra breiður og getur borið 2.000 rúmmetra. Hönnun skipsins er miðuð sérstaklega við mikinn orkusparnað. Kostnaður við smíðina er áætlaður um 190 milljónir NOK, eða 3,8 millarðar ISK.