„Svipurinn sem við fáum fyrst þegar við tilkynnum að við ætlum að fjalla um íslenskan sjávarútveg lýsir nú engri spennu - þvert á móti," segir Heiðdís Skarphéðinsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum, sem hefur stýrt námskynningum um íslenskan sjávarútveg fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum landsins. „Án þess að ég sé að ýkja, þá er eins og nýr heimur hafi opnast fyrir þeim að lokinni kynningu," bætir hún kankvís við og segir að það komi verulega á óvart að hátækni og snyrtivörurframleiðsla tengist sjávarútvegi jafn mikið og raunin er.

„Við nálgumst kynninguna á líflegan máta, erum dugleg að brjóta upp með bröndurum og virkja nemendur með spurningum tengdum sjávarútveginum. Þegar nemendur heyra að þau séu að fá kynningu um íslenskan sjávarútveg vita þau ekki við hverju á að búast og við fáum því oft að heyra frá þeim í lok kynningar hversu áhugavert og skemmtilegt þeim fannst að fræðast um sjávarútveginn" segir Heiðdís.

Sjá nánar á vef Íslenska sjávarklasans