Leit að eftirmanni Guðmundar Gíslasonar í starf forstjóra Ice Fish Farm, sem staðið hefur yfir frá því hann sagði starfi sínu lausu í september, er nú lokið. Það er Norðmaðurinn Roy-Tore Rikardsen sem tekur við af Guðmundi sem hefur stýrt félaginu frá stofnun árið 2012.

Rikardsen hefur verið framkvæmdastjóri Grieg Seafood í Bandaríkjunum frá maí 2020 en var áður svæðisstjóri fyrirtækisins í Finnmörku, nyrst í Noregi. Hann hefur starfað innan laxeldisgreinarinnar í yfir 20 ár, bæði í Noregi og Kanada en flyst nú til Austfjarða, að því er greint er frá í www.intrafish.com.