Gamla Rifsnes SH sem að Vísir hf. í Grindavík keypti í gegnum dótturfyrirtæki sitt og notaði meðal annars til veiðar í Kanada hefur verið í miklum breytingum í Póllandi og nú styttist í að báturinn komi til Íslands. Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is.

Fjölnir GK 157 eins og hann heitir núna var lengdur um 9 metra, brúin var hækkuð og miklar breytingar gerðar á afturskipi. Lestin er stærri en í gamla Fjölni GK. Hún rúmar um 91 tonn af fiski Í körum en í nýja bátnum komast 115 tonn af fiski í lestina.