Grænland og Evrópusambandið hafa undirritað nýjan fimm ára fiskveiðisamning sem gildir fyrir árin 2016-2020. Samkvæmt honum greiðir ESB 17,8 milljónir evra á ári, jafnvirði tæplega 2,7 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, fyrir réttindi til veiða í grænlenskri lögsögu.
Fjárhæðin er sú sama og í núgildandi samningi en veiðikvótarnir eru minni en áður. Þannig minnkar loðnukvóti ESB úr 60.000 tonnum á ári í 20.000 tonn og rækjukvótar úr 10.900 tonnum í 7.700 tonn. Þorskkvóti minnkar nokkuð en grálúðukvóti eykst. Lúðukvóti er afnuminn.