Nýtt skip kemur í staðinn fyrir uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK í næsta mánuði. Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi, útgerð Bjarna, hefur fest kaup á skipinu Fiskeskjer M-525-H frá Álasundi í Noregi. Bjarni Ólafsson hefur hins vegar verið seldur til Noregs, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Bjarni Ólafsson AK var smíðað í Noregi árið 1998 og hefur verið í eigu Runólfs Hallfreðssonar ehf. frá árinu 1998. Tími var kominn á endurnýjun Bjarna Ólafssonar AK. Betri að búnaður er umborð í nýja skipinu og meiri togkraftur. Fiskeskjer er um 2.000 brúttótonn og var smíðað árið 1999. Fiskeskjer er eitt þeirra norsku skipa sem veitt hafa loðnu hér við land.