Nýsmíðin Eskey ÓF-80 var sjósett hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði nú í vikunni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Báturinn er smíðaður fyrir Bjarna Bragason útgerðarmann Akrabergs ÓF. Eskey ÓF er tæpir 15 metrar á lengd. Seigla á Akureyri smíðaði skrokkinn upphaflega og var hann þá 11 metrar á lengd. Hann var lengdur hjá Siglufjarðar Seig og fullsmíðaður þar. Báturinn er tæp 30 brúttótonn. Hann verður útbúinn með beitningarvél en línan verður stokkuð upp í landi. Vélin er að gerðinni Scania og tæki í brú af bestu gerð. Í lest kemst 21 kar, 660 lítra.

Sagt er frá bátnum á vefnum skoger.123.is og birtar nokkrar myndir af sjósetningunni.