Hraðfrysthús Hellissands hefur keypt norska bátinn Polarbris sem koma mun í staðinn fyrir línubátinn Rifsnes SH, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com .

Nýja Rifsnes SH er smíðað árið 1999 í Noregi. Báturinn er 775 brúttótonn, 43 metrar á lengd og 9 metrar á breidd. Í bátnum er 1100 hestafla Yanmar vél.

Gamla Rifsnes SH er 372 brúttótonn, 38 metrar á lengd og 7,8 metrar á breidd. Tvær frystilestir eru í nýja bátnum og eru þær samtals 460 rúmmetrar, en báturinn verður gerður út til ísfisksveiða, segir ennfremur á aflafrettir.com.