Dr. Raouf Kilada frá University of New Brunswick (Saint John), Kanada, mun kynna nýjar nálganir við aldursgreiningu á krabbadýrum í erindi sem hann flytur næsta fimmtudag en þessa dagana stendur yfir fjölþjóðlegt námskeið á Hafrannsóknastofnun undir hans leiðsögn.

Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar framfarir í aldursgreiningu á humri og ýmsum tegundum rækju og krabba. Þar sem dýrinskipta um ham eða ytri skel við vöxt eru ekki til staðar hjá þeim harðir vefir sem hægt er að nota við aldursgreiningu. Aðrar beinar og óbeinar aðferðir sem notaðar hafa verið hingað til við aldursgreiningu hafa ekki verið taldar nógu áreiðanlegar.

Nýlega voru uppgötvuð og staðfest vaxtarbönd í augnbotnum og magakvörnum (gastric mill) krabbadýra. Þess er m.a. vænst að nákvæmari aldursgreining dýra geri stjórnun veiða úr viðkomandi stofnum markvissari, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun.

Erindið verður flutt á ensku í fyrirlestrarsal Hafrannsóknastofnunar á jarðhæð að Skúlagötu 4, kl. 12:30.