Nýtt Rifsnes SH kom til heimahafnar á Rifi í gær eftir siglingu frá Noregi þar sem það var keypt.
Þessi línubátur sem er 14 ára gamall leysir af hólmi 45 ára gamlan bát með saman nafni. Stærðarmunurinn er líka æði mikill því nýja Rifsnesið er 43 metra langt, 9 metra breitt og 770 BT en það gamla 38 metra langt, 7 metra breitt og 372 BT. Þá er miklu betri aðstaða fyrir mannskapinn en í gamla bátunum.
Í nýja Rifsnesinu er tölvustýrð Mustad beitningarvél og pláss fyrir 45.000 króka á rekkum. Lestarrými er fyrir 400 kör samanborið við 175 kör í gamla bátunum. Um borð er frystibúnaður en skipið verður fyrst og fremst gert út til ísfiskveiða.
Skipið mun fljótlega halda til veiða eftir að sett hefur verið í það nýtt aðgerðarkerfi frá 3X Technology.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Nýja Rifsnesið kemur til heimahafnar á Rifi í gærmorgun. (Mynd: Alfons Finnsson).