Björgúlfur EA, hinn nýi ísfisktogari Samherja, er kominn inn á Eyjafjörð og mun leggjast að bryggju á Dalvík á eftir. Gamli Björgúlfur sigldi á móti nýja skipinu.

Skipið var smíðað í Tyrklandi eins og systurskip þess, Kaldbakur, sem kom til landsins fyrir skemmstu. Þriðja skipið sem Samherji lætur smíða eftir sömu teikningu er væntanlegt í lok ársins.

Skipstjóri á nýja Björgúlfi EA er Kristján Salmannsson.

Gamli Björgúlfur fagnar hinum nýja nafna sínum.
Gamli Björgúlfur fagnar hinum nýja nafna sínum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)