Uppsjávarskipið Ginneton kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum um hádegisbilið. Skipið var smíðað 2006 og er 62 metra langt og 13 metra breitt og í því er 1.348 rúmmetra lestarrými.
Ísfélagið í Eyjum, eigandi skipsins, greinir frá því að strax verður hafist handa við að læra á skipið og skrá það í íslenska skipaskrá.
Skipið fær nafnið Suðurey VE 11 með skráningarnúmer 3016. Stefnt er á að skip og áhöfn verði klárt til veiða um áramótin.
Skipstjóri verður Bjarki Kristjánsson og yfirvélstjóri Sigurður Sveinsson.
Áhöfnin af Dala Rafni mun síðan færa sig yfir um jólin, að sögn Ísfélagsins.
Vegna Covid-reglna varð að sleppa veisluhöldum við komu skipsins.
Ginneton var í eigu sænsku útgerðarinnar Gifico sem hefur undirritað samning Karstensens skipasmíðastöðina í Danmörku um smíði nýs uppsjávarskips sem verður afhent 2023.