Valka hefur þróað nýja hátæknilausn til að fjarlægja beinagarð úr bolfiski í samvinnu við HB Granda. Nýju línunni verður komið fyrir í vinnslustöð HB Granda við Grandagarð en búnaðurinn fjarlægir beinagarð úr karfaflökum með sjálfvirkum hætti.

HB Grandi hefur samið við Völku um kaup á sjálfvirkri beinaskurðarlínu sem Valka hefur unnið að þróun á í tæp tvö ár með stuðningi frá AVS rannsóknarsjóðnum. HB Grandi mun nota línuna til að skera beingarð á sjálfvirkan hátt úr karfaflökum með betri nýtingu en mögulegt er að ná með handskurði. Markmiðið er svo að í framtíðinni muni þessi nýja tækni nýtast við skurð á beingarði úr öðrum botnfiski, svo sem þorski, ýsu og ufsa.

Sjá nánar í Fiskifréttum.