Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem greint er frá hvaða skilyrðum sala sjávarafla á uppboðsmarkaði er háð og hvernig skal fara með andvirði aflans. Um er að ræða svonefndan VS-afla, en hann er undanþeginn aflamarki gegn því að andvirði hans renni að mestu í Verkefnasjóð sjávarútvegsins (VS). Fé úr sjóðnum er varið til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Reglugerðina má nálgast hér.