Niðurstöður evrópsks rannsóknarverkefnis, EcoFishMan, hafa verið kynntar á alþjóðlegum ráðstefnum að undanförnu.

Í verkefninu hefur verið þróað nýtt gagnvirkt fiskveiðistjórnunarkerfi (e. Responsive Fisheries Management System (RFMS)) í samvinnu við helstu hagsmunaaðila í evrópskum fiskveiðum. Markmið EcoFishMan verkefnisins hefur verið að stuðla að algjörlega nýrri nálgun að stjórnun fiskveiða í Evrópu sem sé ásættanlegt jafnt fyrir hagsmunaaðila, stjórnvöld og fiskiðnaðinn og að hafa þannig umtalsverð áhrif á fiskveiðistefnu í framtíðinni.

Nýja kerfið leggur fiskimönum auknar skyldur á herðar við að stjórna og greina frá starsemi sinni. Ábyrgðin á að úthluta einstökum kvótum og að fylgjast með að farið sé að settum reglum er flutt frá stjórnvöldum til fiskimannanna. Þetta mun auka staðbundið eignarhald á fiski og gögnum, og gegnsæi, bæði um ákvarðanir og brot á reglum, mun aukast.

Sjá nánar á vef Matís