Norska hafrannsóknastofnunin stendur fyrir athyglisverðu verkefni úti fyrir Hammerfest í Norður-Noregi. Þangað hafa þeir flutt lifandi steinbíta og þeirra hlutverk er að liðsinna þaraskógum, sem eiga undir högg að sækja vegna afráns ígulkerja í Melkøya sundinu. Sagt er frá þessu á heimasíðu norsku hafró.

Nái þeir að dafna í sínum nýju heimkynnum hafa þeir það hlutverk að halda í skefjum ígulkerjum sem herja á þaraskógana,“ segir hafvísindamaðurinn Hans Kristian Strand í viðtali á heimasíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Ígulker eru afkastamestu lífverur heims þegar kemur að áti á þara. Sé ekki brugðist við geta þau breytt blómstrandi þaraskóg í auðn. Ránfiskur eins og steinbítur er talinn geta haft við ígulkerjunum og þannig skapað aðstæður fyrir þaraskóginn að ná sér á strik á ný.

Tvíþætt markmið

Í Noregi öðlaðist steinbítur fyrst mikilla vinsælda sem matfiskur á sjöunda áratug síðustu aldar. Svo mikilla raunar að gengið var harðar að stofninum en hann þoldi. „Með þessu verkefni viljum við líka kanna hvort hægt sé að endurheimta steinbítinn á svæðum þaðan sem hann hefur horfið og um leið komast að því hvort það geti hjálpað til að halda ígulkerjunum í skefjum,“ segir Strand.

Áður hefur norska hafrannsóknastofnunin gert tilraunir til að byggja upp steinbítsstofn í Porsangerfirðinum í Finnmörku, sem er fjórði stærsti fjörður Noregs. Á síðasta ári var líka komið fyrir „gerviþaraskóg“ í Melkøya sundinu. Þar höfðu ígulker náð að grisja skóginn svo um munaði. Með gerviþaraskóg er vonast til að hægt verði að gera steinbítnum hentug heimkynni þar á ný.

Esben Moland Olsen, einn rannsóknar manna, mælir steinbít sem hljóðmerki hefur verið komið á.
Esben Moland Olsen, einn rannsóknar manna, mælir steinbít sem hljóðmerki hefur verið komið á.

„Næsti áfangi í verkefninu er að greina hreyfingar steinbíts og hvort hann fari að nota gerviþörungarifin sem fastan dvalarstað,“ segir Strand.

Endurheimt jafnvægis í vistkerfinu

Sleppingar á steinbít í Melkøya sundinu eru þó ekki umfangsmiklar. 20 einstaklingar sem veiddir voru við strönd Noregs hafa verið fluttir til nýju heimkynnanna. Þar verður fylgst grannt með þeim. Fiskarnir eru með hljóðsenda og var sleppt nálægt nýju gerviþörungarifunum. Tilraunin er stækkanleg í skala en í fyrsta áfanga hennar verður fylgst grannt með atferli steinbítsins áður en fleirum verður sleppt.

„Við viljum kanna hvort við getum endurheimt jafnvægi í vistkerfinu með þessu móti. Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum fært ránfisk efst í fæðukeðjunni inn í gerviþaraskóg nyrst í norsku fjörðunum,“ segir Esben Moland Olsen, einn rannsóknarmanna. Net tíu hlustunarbauja skráir ferðir fiskanna. Gögnin verða notuð til að leggja mat á það hvort steinbítur inn haldi sig raunverulega á svæðinu og hvort hann sé að nýta nýja þara skóginn.

Ígulker tilheyra vistkerfinu

„Ef steinbíturinn festir sig í sessi hérna og byrjar að éta ígulkerin getur það hjálpað til við að brjóta niður þá nei kvæðu þróun sem valdið hefur ofbeit á þara vegna ígulkeranna.“

Áður hefur verið sýnt fram á að hægt er að láta kafara fjarlægja ígulker eða drepa þau með kalki en slíkar aðferðir eru tímafrekar og dýrar í framkvæmd í stórum stíl. Einnig er óvíst hversu langvarandi áhrif slíkra aðgerða verða.

„Ígulker tilheyra auðvitað vistkerfinu en náttúrulegir óvinir þeirra verða að vera til staðar í nægilegum mæli ef stofninn á ekki að fara úr böndunum. Líklegasta leiðin til þess að ná þessum markmiðum verður líklega að sameina mismunandi aðferðir og tækni,“ segir Strand.