Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að unnt sé að rækta ostrur sem geti hreinsað iðnaðarmengun sem ógnar lífríki sjávar. Átta öflugar eldisstöðvar fyrir ostrur gætu þannig hreinsað tonn af mengunarefni úr sjónum á ári.

Mengun sjávar af völdum frárennslis frá landbúnaði, iðnaði og íbúðabyggð eyðir súrefni í sjónum, ógnar líffræðilegum fjölbreytileika og skaðar þörungablóma. Chesapeake-flói er stærsta ármynnasvæði í Norður-Ameríku og í hann rennur gríðarlegt magn mengunarefna. Þrátt fyrir mikið átak til að draga úr mengun í flóanum er hún ennþá meiri en viðunandi er.

Þótt mengunarefnin séu skaðleg lífríki sjávar eru þau jafnframt næringarefni fyrir ýmsar lífverur, til dæmis ostrur. Rannsókn bandarískra vísindamann hefur nú leitt í ljós að tiltekin ostrutegund (Crassostrea virginica) getur tekið til sín tvöfalt meira af mengunarefnum en venjulegar ostrur. Efnin sem hér um ræðir eru köfnunarefni, fosfór og kolefni. Ostrurnar nota þau meðal annar til að byggja upp skeljar sínar.
Ostrurnar í rannsókninni voru aldar í tveimur stórum eldisstöðvum í Chesapeake-flóa þar sem upptaka mengunarefna var mæld. Niðurstöður vísindamannanna eru þær að átta eldisstöðvar með einni milljón ostra í hverri stöð þarf til að hreinsa eitt tonn af mengunarefnum á ári úr Chesapeake-flóa.

Heimild: www.tehfishsite.com