Norski uppsjávarrisinn Norway Pelagic hefur ákveðið að fækka fiskiðjuverum  sínum úr 16 í 12 vegna mikils kvótasamdráttar í norsk-íslenskri síld og samdráttar í makrílkvóta.

Rekstri tveggja fiskiðjuvera í Målöy í Noregi hefur þegar verið hætt og áformað er að hætta starfsemi tveggja  til viðbótar, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren í dag.

Við þetta munu samtals um 100 manns missa vertíðarbundna vinnu.

Í fiskiðjuverum Norway Pelagic er unnið við heilfrystingu á síld, loðnu og makríl auk flakafrystingar.