Hráefnisskortur er meginvandi norskra rækjuverksmiðja rétt eins og íslenskra. Fyrir aðeins rúmum áratug var rækjuafli norskra skipa 70.000 tonn en var kominn niður í 14.000 tonn í fyrra samanlagt úr úthafs- og innfjarðaveiðum.
Ekki stafar þessi þróun af kvótaleysi því veiðiráðgjöf fiskifræðinga hljóðar upp á 60.000 tonn í Barentshafi. Þessa neikvæðu aflaþróun má ekki síst rekja til þess að rækjan heldur sig mjög norðar- og austarlega í Barentshafi, aflinn er dreifður og veiðarnar því afar kostnaðarsamar.
Aðeins tvær rækjuverksmiðjur eru eftir í Noregi og hefur framboð til þeirra dregist enn saman í ár vegna þess að verð á soðinni rækju í skel er hátt í Kína og Rússlandi og rækjufrystiskipin leggja því aukna áherslu á framleiðslu hennar á kostnað iðnaðarrækjunnar sem pilluð er í landi.
Sjá nánar í Fiskifréttum.