Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi eru vel á veg komnar en veiðin hefur þó verið misjöfn. Í lok síðustu viku höfðu þeir veitt ríflega helming kvóta síns.

Í nýliðinni viku veiddust alls tæp 55 þúsund tonn, þar af var um 21 þúsund tonni landað til mjöl- og lýsisvinnslu. Veiðarnar fara aðalleg fram norður af Fruholmen.

Á þriðjudaginn stöðvaði landvinnslan kaup á loðnu en strax daginn eftir hófst móttaka á loðnu á ný. Í lok vikunnar var hrognahlutfallið komið í 19% en það var þó mjög breytilegt eftir förmum.

Heimild: Norges sildesalgslag