Norsk skip fiskuðu 233.000 tonn af makríl á haustvertíðinni sem nú er að ljúka. Aflaverðmætið nam 1,9 milljörðum norskra króna, jafnvirði 37 milljarða íslenskra króna, að mati norska síldarsölusamlagsins.
Meðalverð fyrir makríllinn til skipanna nam 8,03 norskum krónum á kílóið, ígildi 156 íslenskra króna.
Afli og aflaverðmæti á makrílvertíðinni í ár var tvöfalt meira en á síðasta ári. Hluti skýringarinnar er sá að Evrópusambandið meinaði norskum skipum að veiða hluta kvóta síns í ESB-lögsögunni í fyrra vegna svæðalokana. Þessum óveidda kvóta bættu Norðmenn við kvóta sinn í ár.