Í Noregi er fiskveiðum stjórnað með kvótum, en viðskipti með aflaheimildir eru háð margvíslegum takmörkunum og leiguframsal innan ársins er óheimilt.
Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum þar sem rætt er við Rögnvald Hannesson prófessor við Viðskiptaháskólann í Björgvin í Noregi.
Hömlurnar eru meðal annars þær að kvótasala er bundin því að skipið fylgi með; kvóta má ekki selja út fyrir heimafylki viðkomandi skips (nótabátar þó undanskildir); kvóta má ekki selja milli stærðarflokka skipa; kaupandinn heldur eftir 80% af keyptum kvóta; og kvótinn gildir aðeins í 20 ár.
Sjá nánar viðtal við Rögnvald í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu um norska fiskveiðikerfið og reynsluna af því.