Enginn norskur fiskimaður lét lífið við störf sín á síðasta ári sem er einsdæmi þar í landi. Norðmenn eru þar á sama báti og Íslendingar því engin banaslys urðu á sjó á árinu 2008 við Ísland heldur, eins og fram hefur komið í fréttum, og hefur það ekki gerst fyrr í Íslandssögunni.
Dauðaslysum fiskimanna við Noreg hefur fækkað mikið á undanförnum árum og er það talið stafa af auknum slysavörnum og breyttu viðhorfi sjómanna. Á síðasta ári létust sex atvinnufiskimenn á sjó við Noreg, níu árið áður og átta árið þar áður. Norska blaðið Fiskeribladet/Fiskaren skýrði frá þessu.