Um margra ára skeið hefur síldarstofninn í Norðursjó verið í heldur slöku ástandi en nú er að verða breyting á. Hrygningarstofninn hefur stækkað um 300.000 tonn og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til 518.000 tonna veiði á næsta ári en ráðleggingin fyrir yfirstandandi ár var 430.ooo tonn og kvótinn var ákveðinn 445.000 tonn.
Þetta kemur fram á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.