Norskir bankar ráðleggja útflytjendum sjávarafurða að fara fram á aukna staðgreiðslu í viðskiptum við Úkraínu fremur en að bjóða lánsviðskipti, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Norðmenn flutt út sjávarfurðir fyrir 1,4 milljarða (26 milljarða ISK) til Úkraínu árið 2012 og er landið 13. stærsti markaðurinn fyrir norskar sjávarafurðir.
Sérfræðingar í greiðslutryggingu segja að bankakerfið í Úkraínu gangi ekki hnökralaust auk þess sem erfiðleikar séu með að skipta gjaldmiðli landsins í dollara.
Þess má geta að í Úkraínu er einnig mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir, einkum og sér í lagi uppsjávarfisk. Á árinu 2012 flutt Íslendingar út sjávarafurðir til Úkraínu fyrir 3,8 milljarða en heildarvöruútflutningur þangað var um 4 milljarðar. Sambærilegar tölur fyrir árið 2013 eru ekki aðgengilegar á vef Hagstofunnar en heildarvöruútflutingur til Úkraínu í fyrra var 7,9 milljarðar.