Samtök norskra útvegsmanna vilja ná fram breytingum á samningi við Ísland og Grænland um veiðar norskra skipa á loðnu í íslenskri og grænlenskri lögsögu. Samtökin hafa sent norska sjávarútvegsráðuneytinu bréf með óskalista um breytingar.
Meðal þess sem lagt er til er að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð. Ráðgjöfin er nú aðallega í höndum íslenskra fiskifræðingu en einnig að einhverju leyti í höndum ICES. Þá vilja norskir útvegsmenn fá hagstæðara hlutfall loðnu í skiptum fyrir þorsk í Smugusamningnum svonefnda.
Norskir útvegsmenn kvarta undan því að þeir eigi í erfiðleikum með að nýta veiðiheimildir sínar í loðnu þegar sumarveiðar eru ekki leyfðar. Á haust- og vetrarvertíð er loðnan öll komin inn í íslenska lögsögu. Þeir vilja því að norsk skip fái að veiða stærri hluta kvóta síns í íslenskri lögsögu en nú er.
Norsk skip mega aðeins veiða loðnu í nót í íslenskri lögsögu en samtök norskra útgerðarmanna fara nú fram á að það að veiða loðnu í flottroll eins og íslensk og færeysk skip gera.