Það sem af er ári hafa veiðst tæp 500 tonn af leturhumri við strendur Noregs. Megnið hefur veiðst á litla báta í humargildrur
Aflinn var kominn upp í 495 tonn síðustu dagana í október og þar af höfðu veiðst 353 tonn í gildrur smábáta en þar af nokkur tonn í net. Aflahæsti báturinn er Bajas, 9,99 m langur og trónir hann efstur á listanum með tæp 30,6 tonn. Til samanburðar er aflahæsta togskipið á humartrolli með tæp 19 tonn. Á lista yfir 99 báta sem hafa verið við humarveiðar sést að það er engin fylgni milli stærðar báts og afla. Þess má geta að Bajas er bátur af gerðinni Cleopatra 33, smíðaður af Trefjum í Hafnarfirði. Margir bátar á listanum eru reyndar bátar frá Trefjum.
Algjör viðsnúningur
Listinn sýnir að togskip með humartroll eru ekki samkeppnishæf við minnstu gildrubátana. Annar á listanum yfir smábátana er er 15 m langur bátur með 18,5 tonn. Kunnugir segja að algjör viðsnúningur hafi orðið í humarveiðum í Noregi á síðustu 15 árum. Upp úr aldamótum hafi togveiðar skilað um 80% alls humarafla en nú hafi þetta snúist við og 80% aflans er lifandi humar úr gildrum sem um leið er verðmætari afurð.
Humarveiðar hafa verið bannaðar hér við land undanfarin tvö ár og fátt sem bendir til viðreisnar stofnsins á næstunni. Hafrannsóknastofnun telur stofninn vera neðan við varúðarmörk. Humar er tegund utan kvóta í Noregi. Á árinu 2021 var landaður afli gildruveidds humars við Noreg rúmlega 400 en afli togbáta var 150 tonn.
Það sem af er ári hafa veiðst tæp 500 tonn af leturhumri við strendur Noregs. Megnið hefur veiðst á litla báta í humargildrur
Aflinn var kominn upp í 495 tonn síðustu dagana í október og þar af höfðu veiðst 353 tonn í gildrur smábáta en þar af nokkur tonn í net. Aflahæsti báturinn er Bajas, 9,99 m langur og trónir hann efstur á listanum með tæp 30,6 tonn. Til samanburðar er aflahæsta togskipið á humartrolli með tæp 19 tonn. Á lista yfir 99 báta sem hafa verið við humarveiðar sést að það er engin fylgni milli stærðar báts og afla. Þess má geta að Bajas er bátur af gerðinni Cleopatra 33, smíðaður af Trefjum í Hafnarfirði. Margir bátar á listanum eru reyndar bátar frá Trefjum.
Algjör viðsnúningur
Listinn sýnir að togskip með humartroll eru ekki samkeppnishæf við minnstu gildrubátana. Annar á listanum yfir smábátana er er 15 m langur bátur með 18,5 tonn. Kunnugir segja að algjör viðsnúningur hafi orðið í humarveiðum í Noregi á síðustu 15 árum. Upp úr aldamótum hafi togveiðar skilað um 80% alls humarafla en nú hafi þetta snúist við og 80% aflans er lifandi humar úr gildrum sem um leið er verðmætari afurð.
Humarveiðar hafa verið bannaðar hér við land undanfarin tvö ár og fátt sem bendir til viðreisnar stofnsins á næstunni. Hafrannsóknastofnun telur stofninn vera neðan við varúðarmörk. Humar er tegund utan kvóta í Noregi. Á árinu 2021 var landaður afli gildruveidds humars við Noreg rúmlega 400 en afli togbáta var 150 tonn.