Um svipað leyti og MSC-vottun íslenskrar grásleppu hefur verið afturkölluð tímabundið hafa norsk grásleppuhrogn fengið MSC-vottun. Norskir grásleppusjómenn sjá tækifæri í þessu.

„Þetta eykur norskum hrognkelsaveiðimönnum bjartsýni og tryggir þeim betra verð,“ segir í norska blaðinu Fiskeribladet.

„Þarna er greinilega einstakt tækifæri fyrir norska hrognaframleiðendur til að snúa aftur á markaðinn sem við komum með sex til sjö þúsund tonn inn á fyrir fáum árum,“ segir í greininni í Fiskeribladet.

Það eru ekki síst kröfur um vottanir sem, samkvæmt Fiskeribladet, hafa torveldað Norðmönnum aðgang að mörkuðum síðustu árin, því þá þurftu þeir að keppa við vottaða grásleppu frá Íslandi og Grænlandi.

„Vertíðin er skammt á veg komin en strax er búið að landa 40 tonnum,“ segir Willie Godtliebsen hjá Norges Råfisklag, sölusamtökum norskra sjávarafurða, í viðtali við Fiskeribladet. „Sjómenn hafa verið að fá allt upp í 50 krónur fyrir kílóið af hrognum og við sjáum greinilega bjartsýnina í hluta greinarinnar sem hefur verið í lágmarki árum saman.“

Hann bendir á íslenska vottunin hafi verið felld niður vegna mikils meðafla fugla og sela, og Norðmenn gætu þurft að standa frammi fyrir sams konar kröfum. Margir reyndir sjómenn hafi auk þess horfið á brott og óvíst hvort þeir snúi aftur.

„En nú höfum við í það minnsta fengið góða möguleika á því að þróa áfram og uppfæra þennan hluta greinarinnar,“ er haft eftir Godtliebsen.

[email protected]