Sjómenn sem veiða lax í sjó við Norður-Noreg fylla þessa dagana báta sína með hnúðlaxi. Frá þessu segir blaðið Verdens Gang.

Að sögn Verdens Gang (VG) er von metstórri „innrás“ hins hataða hnúðlax sem ekki heyri til í Noregi enda hann sé framandi tegund upprunninn úr Kyrrahafi.

Eftir að hnúðlaxinn hefur hrygnt í árnar rotnar hann „í lifanda lífi“ eins og það er orðað í VG. Þess vegna hafi hnúðlaxinn fengið viðurnefnið „Zombie-lax“. Eftir að hann drepist valdi hann mengun í ánum sem óttast sé að skaði aðrar tegundir - eins og Atlantshafslaxinn.

Öll fjölskyldan með vetrarforða af hnúðlaxi

Skotið er á að á bilinu sjö til tíu þúsund hnúðlaxar hafi komið sem meðafli í Varangerfirði í síðustu viku. Veiðimaður sem VG ræðir við kveðst hafa veitt hnúðlax frá því í æsku. Hann sé vanur að nýta þennan fisk til matar. Sjálfur hafi hann nú fengið hundrað hnúðlaxa en viti um aðra sem sigli lengra út sem hafi fengið um þúsund slíka fiska.

„Ég er búinn að reykja, salta og vakumpakka fyrir veturinn handa allri fjölskyldunni,“ segir veiðimaðurinn við VG.

Hnúðlax kemur á tveggja ára fresti. Í hitteðfyrra segir VG að um 110 þúsund hnúðlaxar hafi verið drepnir í norskum ám og að laxveiðimenn á sjó hafi að auki fengið 38 þúsund fiska í net sín.

Sortera laxa í gildrum við árósa

Hin mikla veiði sem nú er á hnúðlaxi við Noregsstendur táknar vitanlega það að von er á honum í stórum stíl í árnar. Norðmenn reyna hins vegar að verjast þessum óvelkomna gesti og hafa verið settar upp gildrur við ósa næstum 60 áa í Troms og Finnmörku.

Á fimmtudag í síðustu veiku höfðu 480 hnúðlaxar verið fangaðir í þessar gildrur. Þær taka hins vegar líka Atlantshafslaxinn sem er á leið á æskuslóðir og þarf að sortera þessar tegundir handvirkt svo laxinn gæti haldið för sinni áfram. Hnúðlaxinn er drepinn. Við stærstu ánna eina, Tanavassdraget, starf um þrjátíu manns við að sinna gildrunum.

Espen Barth Eide, loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, segir að það sé þjóðarverkefni að hindra frekari framrás hnúðlaxa þar í landi. Víglínan hafi verið dregin. Verði þessi óæskilegi fiskur ekki stöðvaður muni hann dreifa sér til suðurhluta Noregs.

Veiðimaðurinn Frank Emil Trasti segir hins vegar að ekki megi líta á hnúðlaxinn eingöngu sem vandamál. „Við þurfum að nýta þessa auðlind og veiða hann þegar gæðin eru mest,“ segir Trasti við VG.

Sjómenn sem veiða lax í sjó við Norður-Noreg fylla þessa dagana báta sína með hnúðlaxi. Frá þessu segir blaðið Verdens Gang.

Að sögn Verdens Gang (VG) er von metstórri „innrás“ hins hataða hnúðlax sem ekki heyri til í Noregi enda hann sé framandi tegund upprunninn úr Kyrrahafi.

Eftir að hnúðlaxinn hefur hrygnt í árnar rotnar hann „í lifanda lífi“ eins og það er orðað í VG. Þess vegna hafi hnúðlaxinn fengið viðurnefnið „Zombie-lax“. Eftir að hann drepist valdi hann mengun í ánum sem óttast sé að skaði aðrar tegundir - eins og Atlantshafslaxinn.

Öll fjölskyldan með vetrarforða af hnúðlaxi

Skotið er á að á bilinu sjö til tíu þúsund hnúðlaxar hafi komið sem meðafli í Varangerfirði í síðustu viku. Veiðimaður sem VG ræðir við kveðst hafa veitt hnúðlax frá því í æsku. Hann sé vanur að nýta þennan fisk til matar. Sjálfur hafi hann nú fengið hundrað hnúðlaxa en viti um aðra sem sigli lengra út sem hafi fengið um þúsund slíka fiska.

„Ég er búinn að reykja, salta og vakumpakka fyrir veturinn handa allri fjölskyldunni,“ segir veiðimaðurinn við VG.

Hnúðlax kemur á tveggja ára fresti. Í hitteðfyrra segir VG að um 110 þúsund hnúðlaxar hafi verið drepnir í norskum ám og að laxveiðimenn á sjó hafi að auki fengið 38 þúsund fiska í net sín.

Sortera laxa í gildrum við árósa

Hin mikla veiði sem nú er á hnúðlaxi við Noregsstendur táknar vitanlega það að von er á honum í stórum stíl í árnar. Norðmenn reyna hins vegar að verjast þessum óvelkomna gesti og hafa verið settar upp gildrur við ósa næstum 60 áa í Troms og Finnmörku.

Á fimmtudag í síðustu veiku höfðu 480 hnúðlaxar verið fangaðir í þessar gildrur. Þær taka hins vegar líka Atlantshafslaxinn sem er á leið á æskuslóðir og þarf að sortera þessar tegundir handvirkt svo laxinn gæti haldið för sinni áfram. Hnúðlaxinn er drepinn. Við stærstu ánna eina, Tanavassdraget, starf um þrjátíu manns við að sinna gildrunum.

Espen Barth Eide, loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, segir að það sé þjóðarverkefni að hindra frekari framrás hnúðlaxa þar í landi. Víglínan hafi verið dregin. Verði þessi óæskilegi fiskur ekki stöðvaður muni hann dreifa sér til suðurhluta Noregs.

Veiðimaðurinn Frank Emil Trasti segir hins vegar að ekki megi líta á hnúðlaxinn eingöngu sem vandamál. „Við þurfum að nýta þessa auðlind og veiða hann þegar gæðin eru mest,“ segir Trasti við VG.