Norskir útgerðarmenn sýna sumarloðnuveiðum við Ísland töluvert mikinn áhuga. Útgerðir um 20 skipa hafa þegar tilkynnt að þær hyggist halda til veiða.
Fimm til sex þeirra eru þegar komin til leitar í grænlenskri lögsögu, norðvestur af Íslandi, samkvæmt upplýsingum norska síldarsölusamlagsins, en þau hafa ekki ennþá tilkynnt teljandi afla. Þá er búist við að fleiri skip stefni á loðnumiðin á næstu dögum.
Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.