Norðmenn hafa sest á skólabekk og ígrunda nú listina á bak við fish and chips að breskum hætti. Þetta er liður í átaki þeirra að selja meira af þorski og ýsu inn á breskan markað. Á Bretlandi eru um 10.000 veitingastaðir sem sérhæfa sig í fish and chips sem er yfirgnæfandi stærsta tegund skyndibitakeðja í löndunum. Norðmenn telja þennan markað afar mikilvægan fyrir sínar afurðir.

Fish and chips veitingastaðirnir selja yfir 300 milljón máltíðir á hverju ári. Í þessar máltíðir fer því mikið magn af fiski.

Átakið hefur nú staðið yfir í næstum tvö ár og hafa Norðmenn náð að byggja upp sterk tengsl við fish and chips iðnaðinn í Bretlandi.

Árlega er haldin keppni meðal breskra fish and chips matreiðslumanna. Þeir tíu sem hafa komist í úrslit keppninnar eru nú staddir í Álasundi og kenna norskum starfsbræðrum sínum listina að gera réttinn upp á breskan máta. Um leið fá þeir fræðslu og kynningu á fiskveiðum, fiskvinnslu og sjálfbærni innan norsks sjávarútvegs, eins og segir í frétt www.fishupdate.com .