Mikil endurnýjun stendur yfir á fiskiskipa- og fiskeldisbátaflota Norðmanna. Á þessu ári verður fjárfest fyrir um 160 milljarða íslenskra króna á þessu sviði en þess má geta að endurnýjun á fiskiskipaflota Íslendinga stefnir í að verða um 31 milljarður króna.

Endurnýjunin nær til fiskiskipa, báta sem nýttir eru við fiskeldi auk þess sem tvö ný hafrannsóknarskip eru inni í þessum tölum. Alls er fjárfest fyrir tæpa 59 milljarða kr. í bátum sem tengjast fiskeldi í Noregi á þessu ári sem er einungis um 5,7 milljörðum lægri upphæð en sem nemur fjárfestingunni í fiskiskipum.

27 af þessum skipum eru smíðuð erlendis og 18 skip í Noregi. Samkvæmt grófum útreikningi kostar hver lengdarmetri í fiskiskipi um 53 milljónir kr. en um 49 milljónir kr. sé skipið smíðað erlendis. Sé miðað við 70 metra langt skip verður að meðaltali um 266 milljón kr. dýrara að smíða það í Noregi en annars staðar.

Endurnýjun á fiskiskipaflota Norðmanna hófst árið 2011. Það ár voru nýskráð skip að andvirði tæplega 44 milljarða kr.