Norðmenn eru byrjaðir kolmunnaveiðar. Norska skipið Kings Cross meldaði um 400 tonna afla til löndunar nú um helgina. Kolmunninn veiddist á Porcupi-banka vestur af Írlandi.

Aflanum er landað til manneldisvinnslu í Killybegs á Norður-Írlandi. Verðið sem fékkst fyrir aflann er um 3 krónur norskar á kílóið, eða um 60 krónur Íslenskar. Kolmunnakvótinn í ár er í sögulegu lágmarki og hefur ekki verið minni frá áttunda áratugnum þegar þessar veiðar hófust fyrir alvöru. Norski kvótinn í ár er um 22 þúsund tonn. Frá þessu er greint á vef samtaka norskra útvegsmanna. Þess má geta að kolmunnakvóti Íslendinga í ár er um 6.500 tonn. Aflamarkið er hins vegar um 3.400 tonn vegna þess að íslensk skip nýttu sér heimildir til að veiða umfram kvóta á síðasta ári.