Fiskeldisfyrirtæki í Norður-Noregi, sem nefnist Polarfisk, áformar að hefja styrjueldi og hefur fengið til þess leyfi frá norska umhverfisráðuneytinu eftir fjögurra ára umleitan. Áætlað er að framleiða allt að 300 tonn af slægðri styrju og tíu tonn af styrjuhrognum.

Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki í Noregi fær leyfi til þess að ala styrju og framleiða markaðshæfan rússneskan kavíar, segir framkvæmdastjóri Polarfisk í samtali við norsku NTB fréttaveituna. Fyrirtækið leitar nú að fjárfestum til þess að reisa verksmiðjuna.

Á vef færeyska útvarpsins segir að verð fyrir kavíar sé á bilinu ein til ein og hálf milljón íslenskra króna á kílóið. Það þýðir að 10 kíló gætu hugsanlega skilað 1,0-1,5 milljörðum íslenskra króna.