Norska ríkisstjórnin hefur samið áætlun um að efla hafrannsóknir. Rágert er að auka framlög til hafrannsókna á næsta ári um 170 milljónir króna (tæpa 2,7 milljarða ISK). Þar af renna um 100 milljónir (um 1,6 milljarða ISK) til að endurbæta rannsóknaskip norsku hafrannsóknastofnunarinnar.
Ennfremur hefur verið ákveðið að efla Björgvin sem miðstöð hafrannsókna í Noregi. Forsvarsmenn norsku Hafró segja að þetta muni styrkja rannsóknir á auðlindinni, auka alþjóðlegt samstarf og bæta innviði og skipulag hafrannsókna. Sjá nánar á vef norsku Hafró .