Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar í sumar, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Í reglugerðinni er aflaviðmiðun alls 9.000 tonn sem er hækkun um 400 tonn frá í fyrra.
Ráðuneytið ákvað að breyta aflahlutföllum milli svæða. Þannig hækkar viðmiðun á svæði A (Snæfellsnes og Vestfirðir) um 550 tonn og á svæði B (Norðurland) um 50 tonn. Á svæði C (Norðaustur- og Austurland) er aflaviðmiðun óbreytt, en á svæði D (Suðurland og að Snæfellsnesi) lækkar viðmiðunin um 200 tonn.
Sjá nánar á vef LS og á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins .