Alls voru 9 færeyskir línu- og handfærabátar að veiðum í íslenskri lögsögu í maímánuði að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Samkvæmt löndunartölum frá Færeyjum nam heildaraflinn 539 tonn. Mest var um keilu í aflanum, 158 tonn og þorskaflinn var 147 tonn.

Fyrstu fimm mánuði ársins hafa færeysk skip veidd tæp 1.569 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu. Á sama tíma í fyrra var aflinn heldur minni eða tæp 1.360 tonn. Heildarbotnfiskaflinn er því rúmlega 15% meiri í ár en á síðasta ári.

Þorskafli færeysku skipanna er kominn í 383 tonn miðað við 347 tonn á sama tíma í fyrra en leyfilegur heildarafli færeyskra skipa í þorski á þessu ári eru 1.200 tonn.