Lokið er AVS-verkefninu „veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel“ sem unnið hefur verið af Ísfélagi Vestmannaeyja hf. á Þórshöfn og Matís ohf. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu, pakkningar,flutning og markaðssetningu á lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað. Allir þættir verkefnisins gengu vel nema markaðsmálin en neytendur í Evrópu eru of íhaldssamir fyrir íslenska kúffiskinn.

Þessar upplýsingar koma fram á vef AVS. Um margra árathuga skeið hefur kúfskel verið veidd hér við land. Verksmiðjum var meðal annars komið upp á Flateyri og á Þórshöfn til vinnslu á kúffiski en rekstur þeirra hefur verið mjög erfiður. Nú er svo komið að öll vinnsla á kúfskel hefur lagst af hér á landi. Hafrannsóknastofnunin hefur gefið út að óhætt sé að veiða allt að 31.500 tonn á ári úr stofninum án þess að gengið sé of nærri honum. Hér er því um vannýttan stofn að ræða. Árið 2006 hófu aðstandendur Íslensks kúffisks ehf. á Þórshöfn að kanna möguleikana á að veiða og vinna lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað, en

,,Mikil vinna var lögð í þróun á veiðum, vinnslu, geymslu, flutning og kynningu á skelinni fyrir mögulegum kaupendum. Segja má að afrakstur þessarar vinnu hafi almennt verið mjög góður og er nú svo komið að tekist hefur að finna lausnir á flestum þeim úrlausnarefnum sem lagt var af stað með í upphafi. Lifandi kúfskel er tilbúin sem fullkláruð vara. Hún stenst fyllilega samanburð við aðrar lifandi samlokuskeljar sem seldar eru á mið og suður Evrópumarkaði hvað varðar gæði, heilnæmi og afhendingaröryggi. Hins vegar hefur sala á vörunni látið standa á sér. Virðist aðal ástæðan fyrir sölutregðunni stafa af því hve íhaldssamir neytendur lifandi samlokuskelja eru. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir til að prufa aðrar skeljar en þær sem þeir þekkja. Ísfélag Vestmannaeyja hf. mun halda áfram að vinna í markaðsmálum varðandi lifandi kúfskel þar sem aðstandendur fyrirtækisins vita að varann er fyllilega samkeppnishæf við aðrar samlokuskeljar sem seldar eru á Evrópumarkaði,“ segir á vef AVS.