Alþjóða matvælastofnunin (FAO) gerir ráð fyrir að neysla á eldisfiski muni aukast mikið næstu árin og verða meiri en neysla á villtum fiski eftir þrjú ár. Talið er eldisfiskur verði innan skamms 55% af allri fæðu til manneldis í heiminum.

Stofnunin gerir einnig ráð fyrir að neysla á fiski muni aukast úr 8,6 kílóum á mann árið 2010 í 9,3 kíló árið 2022. Samkvæmt spá stofnunarinnar mun fiskneysla aukast í öllum heimsálfum að Afríku undanskilinni.

Gera má ráð fyrir af framleiðsla á fiskafurðum verði 181 milljón tonn árið 2022.