Stærri bátum á þorskanetaveiðum í aprílmánuði hefur fækkað úr 440 fyrir röskum þremur áratugum í 37 á síðasta ári. Víða um land er enginn slíkur bátur gerður út lengur. Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í Fiskifréttum í dag.

Ein veigamesta breytingin sem orðið hefur í þorskveiðum hin síðari ár er uppgangur línuveiða á kostnað netaveiða. Nú er svo komið að þriðjungur þorskaflans er tekinn á línu en aðeins 8% í net. Fyrir röskum þremur áratugum voru hlutföllin nokkurn veginn öfug við þetta. Þessi þróun endurspeglast eðlilega í fjölda netabáta þá og nú. Árið 1981 var 441 netabátur (10 brl. eða stærri) á veiðum í aprílmánuði samanborið við 37 báta í apríl í fyrra.

Á vertíðarsvæðinu sunnan- og vestanlands voru tugir netabáta gerðir úr frá einstökum byggðalögum en nú eru fáir eða engir netabátar eftir í þessum sömu plássum.

Sjá nánar í Fiskifréttum.